Hoppa beint í efnið

Hvað segir Biblían um klám? Er netklám rangt í augum Guðs?

Hvað segir Biblían um klám? Er netklám rangt í augum Guðs?

Svar Biblíunnar

 Biblían minnist ekki beint á klám, netklám eða annað slíkt. Hins vegar kemur mjög skýrt fram í Biblíunni hvaða afstöðu Guð hefur til athafna sem stuðla að kynlífi utan hjónabands eða afbrigðilegs kynlífs. Skoðaðu eftirfarandi biblíuvers:

  •   „Deyðið því hið jarðbundna í fari ykkar: hórdóm, saurlifnað, losta, vonda fýsn.“ (Kólossubréfið 3:5) Í stað þess að deyða rangar langanir þá espar maður þær upp með því að horfa á klám. Slíkt gerir mann óhreinan í augum Guðs.

  •   „Hver sem horfir á konu í girndarhug hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.“ (Matteus 5:28) Myndir af ósiðlegum kynlífsathöfnum kveikja rangar hugsanir sem geta leitt mann út á ranga braut.

  •   „Frillulífi og óhreinleiki yfirleitt eða ágirnd á ekki einu sinni að nefnast á nafn meðal ykkar.“ (Efesusbréfið 5:3) Við ættum ekki einu sinni að minnast á siðlaust kynlíf okkur til skemmtunar, því síður að horfa á eða lesa slíkt efni.

  •   „Holdsins verk eru augljós: frillulífi, óhreinleiki ... og annað þessu líkt. Og það segi ég ykkur fyrir, eins og ég hef áður sagt, að þeir sem slíkt gera munu ekki erfa Guðs ríki.“ (Galatabréfið 5:19-21) Þeir sem koma nálægt klámi, netklámi, símaklámi eða senda kynferðisleg smáskilaboð eru óhreinir og siðspilltir í augum Guðs. Ef við færum að stunda slíkt gætum við misst velþóknun hans.