Langvinn veikindi – getur Biblían komið að gagni?
Svar Biblíunnar
Já. Guði er annt um þjóna sína sem eru veikir. Biblían segir um trúan þjón Guðs: „Drottinn styður hann á sóttarsæng.“ (Sálmur 41:4) Ef þú glímir við langvinn veikindi geta eftirfarandi þrjú atriði hjálpað þér:
Biddu Guð um styrk til að halda út. „Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi“ getur dregið úr kvíða og hjálpað þér. –Filippíbréfið 4:6, 7.
Vertu jákvæður. Biblían segir: „Glatt hjarta veitir góða heilsubót en dapurt geð tærir beinin.“ (Orðskviðirnir 17:22) Temdu þér að sjá skoplegu hliðarnar á málunum því það getur aukið lífsgleði þína og haft góð áhrif á heilsuna.
Treystu á fyrirheit Guðs. Örugg von getur hjálpað þér að vera glaður þrátt fyrir langvinn veikindi. (Rómverjabréfið 12:12) Biblían segir að sá tími komi þegar „enginn borgarbúi mun segja: ,Ég er veikur.‘“ (Jesaja 33:24) Þá ætlar Guð að lækna langvinna sjúkdóma sem læknavísindi nútímans ráða ekki við. Til dæmis lýsir Biblían á eftirfarandi hátt hvernig öldruninni verður snúið við: „Þá styrkist hold hans af æskuþrótti, hann snýr aftur til æskudaga sinna.“ – Jobsbók 33:25.
Athugið: Þótt Vottar Jehóva trúi á hjálp Guðs þá leita þeir sér líka læknishjálpar við langvinnum veikindum. (Markús 2:17) Við mælum þó ekki með neinni sérstakri læknismeðferð umfram aðra; við lítum svo á að það sé hvers og eins að ákveða slíkt.