JW LIBRARY
Algengar spurningar – JW Library (Android)
Hægt er að nota JW Library á tækjum sem nota eitthvert af þessum stýrikerfum:
Android 7.0 eða nýrra
iOS 15.0 eða nýrra
Windows 10, útgáfu 1709 eða nýrri
Við viljum tryggja að JW Library sé öruggt og áreiðanlegt og þess vegna getum við ekki haldið áfram að styðja öll stýrikerfi og tæki. Af og til þurfum við að auka lágmarksskilyrðin til að keyra forritið. Þess vegna mælum við með að sækja nýjustu útgáfu af stýrikerfinu sem tækið þitt býður upp á. Ef ekki er hægt að uppfæra tækið svo það uppfylli lágmárkskröfur fyrir JW Library má vera að þú getir samt notað appið um tíma. Hins vegar muntu ekki fá nýjustu uppfærslur af appinu.
Fleiri tungumálum verður bætt við smám saman. Til að sjá á hvaða tungumálum rit eða myndbönd eru fáanleg skaltu smella á Language-hnappinn.
Litirnir skipta biblíubókunum í átta flokka sem eru útskýrðir í Spurningu 19 í Kynningu á orði Guðs.
Kingdom Interlinear-þýðingin er aðeins fáanleg fyrir Android útgáfur 4.0 og nýrri.
JW Library virkar í grunninn eins á öllum stýrikerfum. Hins vegar geta uppfærslur fyrir mismunandi stýrikerfi komið út á mismunandi tímum.
Nei. Þú glatar öllum bókamerkjum og litamerkingum ef þú tekur JW Library niður. Ef þú eyðir riti er þeim aftur á móti haldið til haga, skyldirðu vilja sækja ritið aftur seinna.
Nei. Sem stendur er aðeins hægt að nálgast bókamerki og litamerkingar á tækinu þar sem þau voru búin til.
Vinsamlegast fylltu út og sendu inn rafræna eyðublaðið. Eyðublaðið er ekki hugsað til að veita almenna hjálp varðandi appið eða snjalltækið þitt.