JW LIBRARY
Leit í biblíu eða riti – iOS
Leitarmöguleikinn í JW Library gerir þér kleift að finna orð eða orðalag í biblíu eða riti.
Fylgdu þessum leiðbeiningum til að leita:
Leita í biblíu
Þú getur leitað að orði eða orðalagi í þeirri biblíu sem þú ert að nota.
Þegar þú hefur biblíuna opna skaltu ýta á leitarhnappinn og slá inn orðið sem þú vilt finna. Uppástungur birtast um leið og þú byrjar að skrifa. Veldu uppástungu eða ýttu á Enter-hnappinn á lyklaborðinu til að sjá niðurstöðurnar.
Þú getur afmarkað leitarniðurstöðurnar. Oftast notað sýnir mest notuðu versin þar sem leitarorðin koma fyrir. Öll vers sýnir versin í röð eftir biblíubókum. Greinar sýnir viðeigandi greinar í kynningarhlutanum og viðaukunum.
Ef þú ert að leita að fleiri en einu orði geturðu hakað við Orðrétt til að leita að orðunum einungis í þeirri röð sem þú slóst þau inn.
Leita í riti
Þú getur leitað að orði eða orðalagi í ritinu sem þú ert að lesa.
Þegar þú hefur rit opið skaltu ýta á leitarhnappinn og slá inn orðið sem þú vilt finna. Uppástungur birtast um leið og þú byrjar að skrifa. Veldu uppástungu eða ýttu á Enter-hnappinn á lyklaborðinu til að sjá niðurstöðurnar.
Ef þú ert að leita að fleiri en einu orði geturðu hakað við Orðrétt til að leita að orðunum einungis í þeirri röð sem þú slóst þau inn.
Leita að viðfangsefni
Ef þú hefur sótt bókina Insight on the Scriptures getur þú leitað að viðfangsefni í bókinni. Þennan möguleika getur þú nýtt þér þegar þú lest í Biblíunni eða hvaða riti sem er í appinu.
Ýttu á leitarhnappinn og sláðu inn viðfangsefnið sem þú vilt finna. Um leið og þú byrjar að skrifa birtast meðal annars uppástungur um viðfangsefni úr Insight on the Scriptures. Ýttu á viðfangsefni til að opna greinina.
Þessir eiginleikar komu fyrst út í október 2014 með JW Library 1.3.4 sem virkar á iOS útgáfu 6.0 og nýrri. Ef þú sérð ekki þessa eiginleika skaltu fylgja leiðbeiningunum í greininni „Fyrstu skrefin í JW Library – iOS“ undir Sæktu nýjustu útgáfu.