JW LIBRARY
Stilla lestrarviðmótið – iOS
Þú getur sniðið JW Library að þínum þörfum til að geta notið þess enn betur að lesa ritin. Stillingarnar er hægt að nálgast á slánni efst á skjánum þegar þú lest kafla eða grein.
Það má vera að þú þurfir að ýta á meira-hnappinn til að geta nýtt þér sumar aðgerðirnar.
Fylgdu þessum leiðbeiningum til að stilla lestrarviðmótið:
Skipta um tungumál
Þú getur skoðað kaflann eða greinina, sem þú ert að lesa, á öðru tungumáli.
Ýttu á tungumálahnappinn til að sjá á hvaða tungumálum blaðsíðan, sem þú ert að lesa, er fáanleg. Tungumálin, sem þú notar mest, birtast efst á listanum. Þú getur líka leitað í listanum með því að slá inn heiti tungumálsins.
Ský við hliðina á tungumáli merkir að ritið hefur ekki verið sótt á því tungumáli. Veldu tungumál til að sækja ritið. Þegar ritið hefur verið sótt hverfur skýið. Smelltu aftur á ritið til að lesa það.
Textastillingar
Þú getur valið leturstærð sem þér finnst þægilegust til að lesa.
Veldu Textastillingar og renndu sleðanum til að minnka eða stækka letrið. Þessi leturstærð er notuð í öllum ritum í appinu.
Birta sem mynd eða texta
Sumar greinar er hægt að skoða bæði sem mynd og sem texta. Ýttu á viðeigandi hnapp til að skipta á milli.
Birta sem mynd: Myndin sýnir blaðsíðuna eins og hún birtist á prenti. Sumir kjósa að nota þetta snið fyrir rit eins og söngbókina, en þannig er hægt að sjá nóturnar.
Birta sem texta: Textasniðið sýnir biblíuvísanir sem krækjur og letrið er af þeirri stærð sem þú hefur valið.
Opna í ...
Með því að smella á Opna í ... geturðu skoðað efnið í JW Library í öðrum forritum.
Veldu Opna í ... til að sjá möguleikana sem eru í boði. Til dæmis geturðu smellt á Opna í Vefbókasafni til að opna síðuna, sem þú ert að lesa, í VEFBÓKASAFNI Varðturnsins.
Velja biblíuþýðingar
Þegar þú smellir á biblíuvísun í riti birtast versin. Veldu Sérsníða fyrir neðan versin og veldu svo þær biblíur sem þú vilt hafa á listanum.
Veldu + eða – til að bæta við eða fjarlægja þýðingar. Dragðu biblíurnar upp eða niður til að raða á listann.
Sjá greinina „Biblíur – iOS“ fyrir leiðbeiningar um hvernig sé hægt að sækja fleiri biblíur í JW Library.
Þessir eiginleikar komu fyrst út í febrúar 2015 með JW Library 1.4 sem virkar á iOS útgáfu 6.0 og nýrri. Ef þú sérð ekki þessa eiginleika skaltu fylgja leiðbeiningunum í greininni „Fyrstu skrefin í JW Library – iOS“ undir Sæktu nýjustu útgáfu.