Hoppa beint í efnið

Upplýsingar um útibú og skoðunarferðir

Þér er hjartanlega velkomið að skoða skrifstofur okkar og prentsmiðjur. Hér færðu upplýsingar um hvar útibú okkar eru og hvenær hægt er að skoða þau.

Opnað fyrir skoðunarferðir á ný: Í mörgum löndum byrjuðum við aftur að bjóða upp á skoðunarferðir um deildarskrifstofur okkar þann 1. júní 2023. Hægt er að fá upplýsingar hjá deildarskrifstofunni sem þú vilt heimsækja. Við biðjum þig vinsamlegast að koma ekki ef þú greinist með COVID-19, ert með kvef- eða flensueinkenni eða hefur nýlega umgengist einhvern með COVID-19.

Bandaríkin

 Skoðunarferðir

Bóka skoðunarferð – færri en 20 manns

Bóka skoðunarferð – 20 manns eða fleiri

Skoða eða breyta bókun

Sækja kynningarbækling – Warwick

Sækja kynningarbækling – Patterson

Sækja kynningarbækling – Wallkill

 Sýningar

Warwick: sýningar án leiðsögumanns

Biblían og nafn Guðs. Á þessari sýningu má sjá sjaldgæfar biblíur og hún beinir athyglinni að því hvernig nafn Guðs hefur varðveist í Biblíunni þrátt fyrir tilraunir manna til að taka það út. Hluti sýningarinnar breytist af og til og hægt er að sjá fleiri sjaldgæfar biblíur og biblíutengda muni.

Fólk sem ber nafn Jehóva. Þessi sýning gefur okkur innsýn inn í andlega arfleið votta Jehóva. Munir, myndir og frásögur sýna hvernig Jehóva hefur stig af stigi leiðbeint, kennt og skipulagt fólk sitt til að gera vilja sinn.

Aðalstöðvarnar – Trú í verki. Þessi gagnvirka sýning útskýrir starfsemi deilda hins stjórnandi ráðs og hvernig þær hjálpa vottum Jehóva að fylgja leiðbeiningum Biblíunnar um að koma saman, gera fólk að lærisveinum, nærast á andlegri fæðu og sýna hvert öðru kærleika..

Patterson: sýningar án leiðsögumanns

Þorp á biblíutímanum. Hefurðu velt fyrir þér hvernig lífið var á dögum Jesú? Í þessu þorpi færðu að fylgjast með daglegu lífi á fyrstu öldinni og jafnvel taka þátt í því. Þessi sýning getur hjálpað þér að gæða biblíulestur þinn meira lífi.

Myntir frá biblíutímanum. Á þessari sýningu má sjá myntir frá fyrstu öld eins og minnst er á í Grísku ritningunum. Sagt er frá áhugaverðum atriðum varðandi hverja mynt fyrir sig og hvernig hún tengist frásögum Biblíunnar.

„Jehóva mun kenna öllum sonum þínum.“ Þessi sýning rekur sögu skóla og námskeiða á vegum safnaðarins. Fræðstu um hvernig þessir skólar hafa hjálpað fúsum sjálfboðaliðum að verða dugmiklir kennarar og öldungar.

„Að verja fagnaðarboðskapinn og staðfesta með lögum réttinn til að boða hann.“ Á þessari sýningu eru áhrifamiklar sögur af vottum Jehóva sem hvikuðu ekki frá trú sinni þrátt fyrir harða andstöðu. Sjáðu hvað söfnuðurinn hefur gert um allan heim til að fá rétt okkar til að boða trúna staðfestan með lögum.

 Heimilisfang og símanúmer

Warwick

Leiðarlýsing

Patterson

Leiðarlýsing

Wallkill

Leiðarlýsing