Hoppa beint í efnið

BIBLÍAN BREYTIR LÍFI FÓLKS

„Ég var mjög skapbráður“

„Ég var mjög skapbráður“
  • Fæðingarár: 1975

  • Föðurland: Mexíkó

  • Forsaga: Skapbráður og fangi

FORTÍÐ MÍN

 Ég fæddist í San Juan Chancalaito, sem er lítil borg í Chipas-fylki í Mexíkó. Fjölskylda mín tilheyrir Chol fólki, sem er ættbálkur kominn af Maya indíánum. Foreldar mínir áttu 12 börn og ég var sá fimmti í röðinni. Þegar ég var barn kynntu Vottar Jehóva Biblíuna fyrir okkur systkinunum. Því miður fór ég ekki eftir ráðum hennar á mínum yngri árum.

 Þegar ég var 13 ára gamall var ég farinn að neyta eiturlyfja og stunda þjófnað. Ég fór að heiman um þær mundir og flæktist um víða. Þegar ég var 16 ára byrjaði ég að vinna á maríjúana plantekru. Þegar ég hafði verið þar í um það bil eitt ár var ráðist á okkur á meðan við vorum að flytja mikið magn af maíjúana á báti. Það voru keppinautar okkar sem voru mjög vel vopnaðir sem réðust á okkur. Ég slapp undan byssuárásinni með því að stinga mér í ána og koma upp miklu neðar. Eftir þetta flúði ég til Bandaríkjanna.

 Í Bandaríkjunum hélt ég áfram eiturlyfjasölu og lenti í frekari vandræðum. Nítján ára gamall var ég handtekin og dæmdur í fangelsi fyrir rán og morðtilraun. Í fangelsinu gekk ég í glæpagengi og framdi önnur ofbeldisverk. Yfirvöldin fluttu mig þess vegna í öryggisfangelsi í Lewisburg í Pensylvaníu.

 Hegðun mín versnaði um allan helming í Lewisburg-fangelsi. Það var auðvelt fyrir mig að ganga í sama glæpagengið og ég hafði verið í áður þar sem ég bar tattú gengisins. Ég varð enn þá ofbeldisfyllri og lenti í endalausum áflogum. Eitt sinn tók ég þátt í slagsmálum milli glæpagengja á fangalóðinni. Við börðumst af hörku og notuðum hafnaboltakylfur og æfingarlóð. Fangaverðirnir notuðu táragas til að leysa upp slagsmálin. Eftir þetta var ég settur á sérdeild fyrir hættulega fanga. Ég var mjög skapbráður og notaði ósvífinn talsmáta. Ég átti auðvelt með að lúberja fólk. Ef satt skal segja þá naut ég þess. Ég fann ekki fyrir neinni eftirsjá vegna hegðunar minnar.

HVERNIG BIBLÍAN BREYTTI LÍFI MÍNU

 Á sérdeildinni var ég innilokaður mestallan daginn og þess vegna fór ég að lesa Biblíuna til að láta tímann líða. Síðar gaf fangavörður mér eintak af bókinni Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð. a Þegar ég las þessa námsbók rifjaðist upp fyrir mér margt af því sem vottarnir höfðu kennt mér um Biblíuna þegar ég var barn. Í framhaldinu fór ég að hugleiða hve djúpt ég hafði sokkið vegna ofbeldishneigðar minnar. Ég hugsaði líka um fjölskyldu mína. Tvær af systrum mínum voru orðnar vottar Jehóva og ég hugsaði með mér: „Þær munu lifa að eilífu. Hvers vegna get ég það ekki?“ Það var á þessum tímapunkti sem ég ákvað að gera breytingar.

 En ég vissi að ég myndi þurfa hjálp til að geta gert breytingar. Ég sárbændi Jehóva um hjálp. Síðan skrifaði ég deildarskrifstofu Votta Jehóva í Bandaríkjunum og bað um biblíunámskeið. Deildarskrifstofan kom því í kring að söfnuður í nágrenninu hefði samband við mig. Þegar hér var komið mátti ég ekki fá heimsókn neins sem var mér óskyldur. Þannig að bróðir í söfnuðinum fór að senda mér uppörvandi bréf og biblíutengd rit sem juku á löngun mína til að gera breytingar.

 Ég steig stórt skref í framfaraátt þegar ég ákveð að yfirgefa glæpagengið sem ég hafði tilheyrt um árabil. Leiðtogi gengisins var líka á þessari sérdeild, þannig að ég talaði við hann í einu hléinu og sagði honum að mig langaði til að verða vottur Jehóva. Ég var hissa þegar hann svaraði: „Ef þér er alvara skaltu gera það. Ég get ekki gripið fram í fyrir Guði. En ef þú villt bara sleppa úr genginu þá þekkirðu afleiðingarnar.“

 Næstu tvö árin tóku starfsmenn fangelsisins eftir breytingum á persónuleika mínum og þeir urðu tillitssamari við mig. Þeir hættu til dæmis að handjárna mig þegar þeir fóru með mig frá klefanum mínum til að fara í bað. Einn fangavarðanna kom meira að segja til mín og hvatti mig til að halda áfram að gera þessar breytingar. Fangelsisyfirvöld fluttu mig meira að segja í útibú nálægt aðalbyggingunni þar sem lágmarks gæsla var höfð. Þar afplánaði ég síðasta ár refsivistarinnar. Árið 2004, eftir 10 ára fangavist, var mér sleppt og ég var fluttur til Mexíkó í fangarútu.

 Fljótlega eftir komuna til Mexíkó fann ég ríkissal Votta Jehóva. Ég mætti á fyrstu samkomu mína í fangabúningi – það voru einu almennilegu fötin sem á átti. Vottarnir tóku hlýlega á móti mér, þrátt fyrir útlit mitt. Þegar ég sá góðvild þeirra fann ég að ég var meðal sannkristinna manna. (Jóhannes 13:35) Öldungarnir komu því í kring að ég fengi biblíunámskeið. Ári seinna, 3 september 2005, skírðist ég sem vottur Jehóva.

 Í janúar árið 2007 hóf ég þjónustu í fullu starfi og nota 70 klukkutíma á mánuði við að fræða aðra um Biblíuna. Árið 2011 útskrifaðist ég úr Biblíuskólanum fyrir einhleypa bræður (sem nú heitir Skóli fyrir boðbera Guðsríkis). Þessi skóli reyndist mér mikil hjálp í að axla ábyrgð mína innan safnaðarins.

Núna nýt ég þess að kenna örðum að vera friðsamir.

 Árið 2013 kvæntist ég minni elskuðu eiginkonu Pilar. Hún segir með glettnistóni að hún eigi erfitt með að trúa því sem ég segi henni um fortíð mína. Ég hef aldrei hrasað til baka til fyrri breytni. Kona mín og ég erum sannfærð um að sá maður sem ég er í dag sé sönnun um umbreytingarkraft Biblíunnar. – Rómverjabréfið 12:2.

HVERNIG ÞAÐ HEFUR VERIÐ MÉR TIL GÓÐS

 Mér finnst orð Jesú í Lúkasi 19:10 lýsa mínu tilfelli. Hann segir þar: „[Ég] kom til að leita að hinu týnda og bjarga því.“ Ég er ekki lengur týndur í tilverunni. Ég er hættur að meiða fólk. Biblían hefur gefið mér göfugasta tilganginn í lífinu, friðsöm samskipti við aðra og umfram allt gott samband við skapara minn, Jehóva.

[Neðanmáls]

a Þessi bók var gefin út af Vottum Jehóva en er nú ófáanleg. Aðal biblíunámsbók þeirra í dag er Von um bjarta framtíð.