Fangar kenndu honum
Árið 2011 kom flóttamaður frá Eritreu til Noregs. Þegar vottar Jehóva hittu hann sagði hann þeim að hann hefði hitt votta í heimalandi sínu. Þegar hann var í hernum vissi hann af vottum sem voru í fangelsi vegna trúar sinnar. Þeir létu ekki þvinga sig til að ganga í herinn, jafnvel þótt þeir sættu illri meðferð.
Síðan varð skyndileg breyting á lífi hans og hann endaði sjálfur í fangelsi. Hann sat inni ásamt þrem vottum, þeim Paulos Eyasu, Negede Teklemariam og Isaac Mogos, sem hafa verið í fangelsi vegna trúar sinnar síðan árið 1994.
Þar sá maðurinn af eigin raun að vottar Jehóva lifa eftir við því sem þeir kenna. Hann tók eftir að þeir voru heiðarlegir og gáfu jafnvel öðrum föngum af matnum sínum. Samfangar hans sem voru vottar lásu saman í Biblíunni alla daga og buðu öðrum að vera með. Þeir hefðu getað fengið frelsi ef þeir undirrituðu yfirlýsingu þess efnis að þeir afneituðu trú sinni. En það gerðu þeir ekki.
Þetta hafði mikil áhrif á þennan einlæga mann. Eftir að hann kom til Noregs vildi hann vita hvers vegna vottar Jehóva hafa svo sterka trú. Þegar hann síðan hitti vottana fór hann strax að kynna sér Biblíuna og mæta á samkomur hjá þeim.
Í september 2018 skírðist hann sem vottur Jehóva. Nú notar hann hvert tækifæri til að hvetja fólk frá Eritreu og Súdan til að kynna sér Biblíuna og byggja upp sterka trú.