Hvernig eru söfnuðir Votta Jehóva skipulagðir?
Öldungaráð hefur umsjón með hverjum söfnuði. Um 20 söfnuðir mynda svokallað farandsvæði og hér um bil 10 farandsvæðum er skipað í svonefnd umdæmi. Söfnuðirnir fá reglubundnar heimsóknir öldunga sem kallast farand- og umdæmishirðar.
Hópur votta með mikla og langa reynslu myndar stjórnandi ráð sem veitir söfnuðunum fyrirmæli og leiðbeiningar. Sem stendur hefur ráðið aðsetur við alþjóðaskrifstofu Votta Jehóva í Warwick í New York í Bandaríkjunum. – Postulasagan 15:23-29; 1. Tímóteusarbréf 3:1-7.