Álíta vottar Jehóva að þeir hafi hina sönnu trú?
Þeir sem taka trú sína alvarlega ættu að vera sannfærðir um að sú trú, sem þeir hafa valið, sé Guði og Jesú að skapi. Af hverju ættu þeir annars að aðhyllast hana?
Jesús Kristur var ekki þeirrar skoðunar að ólík trúarbrögð væru bara ólíkar leiðir til hjálpræðis. Hann sagði: „Þröngt er það hlið og mjór sá vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann.“ (Matteus 7:14) Vottar Jehóva telja sig hafa fundið þennan veg. Annars myndu þeir halda áfram að leita.