Hvers vegna kallið þið ekki samkomustað ykkar kirkju?
Grískt orð, sem stundum er þýtt ,kirkja‘ í Biblíunni, á við hóp tilbiðjenda en ekki bygginguna þar sem þeir koma saman.
Tökum dæmi: Páll postuli skrifaði trúsystkinum sínum í Galatíu: „Þið hafið heyrt um hegðun mína áður fyrri í gyðingdóminum, hversu ákaflega ég ofsótti kirkju Guðs og vildi eyða henni.“ (Galatabréfið 1:13) Páll átti auðvitað ekki við að hann hefði ofsótt byggingu heldur fólk eða söfnuð Guðs.
Þess vegna köllum við samkomuhús okkar „ríkissali“ en ekki kirkjur.
En af hverju ríkissalur Votta Jehóva?
Þetta heiti er viðeigandi af ýmsum ástæðum:
Við komum saman í samkomusal.
Við komum saman til að tilbiðja Jehóva, Guð Biblíunnar. Við erum vottar hans og berum vitni um hann. – Sálmur 83:19; Jesaja 43:12.
Við komum líka saman til að læra um ríki Guðs sem Jesús talaði oft um. – Matteus 6:9, 10; 24:14; Lúkas 4:43.
Þú ert velkominn í næsta ríkissal til að sjá með eigin augum hvernig Vottar Jehóva halda samkomur sínar.