Þiggja vottar Jehóva læknismeðferð?
Já, vottar Jehóva þiggja lyf og læknismeðferð. Við reynum að hugsa vel um okkur líkamlega svo að við getum notið góðrar heilsu en stundum þurfum við á læknisaðstoð að halda. (Lúkas 5:31) Reyndar eru sumir vottar Jehóva læknar, rétt eins og Lúkas sem var kristinn maður á fyrstu öld. – Kólossubréfið 4:14.
Sumar læknismeðferðir stangast þó á við meginreglur Biblíunnar og við afþökkum þær. Til dæmis þiggjum við ekki blóðgjafir vegna þess að Biblían bannar að við neytum blóðs til að næra líkamann. (Postulasagan 15:20) Biblían bannar einnig meðferðir sem fela í sér dulrænar athafnir. – Galatabréfið 5:19-21.
Allflestar læknismeðferðir stangast þó ekki á við meginreglur Biblíunnar. Hver og einn þarf því að taka persónulega ákvörðun í þessum málum. Einn vottur gæti ákveðið að þiggja tiltekið lyf eða meðferð en annar myndi afþakka sömu meðferð. – Galatabréfið 6:5.