Von Biblíunnar boðuð í París
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP21) var haldin 30. nóvember – 12. desember 2015. Þátttakendur frá 195 þjóðum komu til Parísar í Frakklandi til að ræða um hvernig draga megi úr lofslagsbreytingum af mannavöldum. Næstum 38.000 manns – þar á meðal þjóðarleiðtogar, vísindamenn, umhverfissinnar og fulltrúar atvinnulífsins – sóttu ráðstefnuna sjálfa, auk tugþúsunda sem heimsóttu nálægt upplýsingasvæði til að kynna sér lofslagsbreytingar.
Þótt vottar Jehóva hafi ekki verið þátttakendur í ráðstefnunni, hafa þeir líka áhuga á umhverfinu. Hundruð votta tóku þátt í boðunarátaki í París til að segja frá voninni, sem Biblían veitir okkur, um líf á jörð sem er laus við mengun.
Vottur Jehóva sem ferðaðist með almenningsfarartæki talaði við mann frá Perú sem var í þjóðbúningi. Hann sagðist hafa áhyggjur af framtíð jarðarinnar þótt hann væri heilsuhraustur og byggi í fallegu fjalllendi í Perú. Uppörvandi von Biblíunnar snerti hann og með bros á vör þáði hann nafnspjaldið sem bendir á vefsetrið www.pr418.com.
Tveir vottar, sem ferðuðust með lest, töluðu við sérfræðing í umhverfismálum frá Bandaríkjunum. Það kom honum á óvart að Vottar Jehóva hafa tvisvar fengið ,Four Green Globes‘ viðurkenninguna fyrir tvær nýbyggingar við deildarskrifstofu Votta Jehóva í Wallkill, New York. Green Building Initiative samtökin veita þessa viðurkenningu fyrir vistvæna hönnun og smíði bygginga. Þessi maður þáði líka nafnspjaldið með þökkum.
Margir voru hrifnir af einlægum áhuga vottanna á umhverfismálum og sögðust ætla að skoða vefsetrið okkar. Þátttakandi frá Kanada heyrði að vottarnir legðu sig fram við að vernda varpstöðvar spegilskottunnar (eastern bluebird) í Warwick, New York, þar sem nýju aðalstöðvar Votta Jehóva eru. Þessi kona segir: „Áður en ég fór að sinna umhverfisverndarmálum starfaði ég sem fuglafræðingur. Ég vissi ekki að vottar Jehóva bæru svona mikla virðingu fyrir dýralífi. Ég ætla að lesa ritin ykkar og fara inn á vefsíðuna til að fá frekari upplýsingar.“