SÖNGUR 38
Hann mun styrkja þig
-
1. Að gefnu tilefni Guð kaus að kenna þér
og kalla þig í ljósið myrkri frá.
Hann sá þitt hjartalag, að löngunin var þar
að leita hans og réttlætið að þrá.
Þú hést í bæn að hlýða boðum hans,
hann hjálparhella’ er sérhvers trúaðs manns.
(VIÐLAG)
Með Jesú blóði keyptur
svo Jehóva þig á.
Hann jafnan mun þér styrk
og stuðning sinn þér ljá.
Hann leiddi þig og leiðir
réttu vegunum á.
Hann enn þá styrkir þig,
mun stuðning sinn þér ljá.
-
2. Guð gaf sinn kæra son, á kvalastaur hann dó,
því kærleikann til þín hann vildi tjá.
Hann hlífðist eigi við að færa þessa fórn
og fús hann styrkir þig er þörf er á.
Hann gleymir ekki góðverkum né trú
og gaum að okkar þörfum gefur nú.
(VIÐLAG)
Með Jesú blóði keyptur
svo Jehóva þig á.
Hann jafnan mun þér styrk
og stuðning sinn þér ljá.
Hann leiddi þig og leiðir
réttu vegunum á.
Hann enn þá styrkir þig,
mun stuðning sinn þér ljá.
(Sjá einnig Rómv. 8:32; 14:8, 9; Hebr. 6:10; 1. Pét. 2:9.)