Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 39

Að eignast gott mannorð hjá Guði

Að eignast gott mannorð hjá Guði

(Prédikarinn 7:1)

  1. 1. Lífinu lifum án lasta sérhvern dag.

    Gott mannorð metur Guð okkur mest í hag.

    Ræktum því réttlætið, rétt guðlegt sjónarmið.

    Með góðum gjöfum Guð gleðjum við.

  2. 2. Heimurinn helst vill haldaʼ að þér fíkn í frægð,

    hylli þú hljótir, hagsæld og mikla gnægð.

    Hégómi er það allt, auður og glys er valt.

    Guðs hylli glötum, gerist þá kalt.

  3. 3. Um alla eilífð okkar nöfn séu skráð,

    í bók hans bundin og burtu aldrei máð.

    Guðs sannleik verjum við, veitir hann okkur lið.

    Þá alltaf endist gott mannorðið.