SÖNGUR 89
Hlustið, hlýðið og hljótið blessun
-
1. Þeim er það lán sem að ljá Kristi eyra,
hans kenning lýsir öll upp þeirra braut.
Öllum sem hlýða því vel sem þeir heyra
mun einskær hamingja falla í skaut.
(VIÐLAG)
Hlustið og hlýðið Guð á,
heyrið hann vilja sinn tjá.
Viljið þið hvíld Guðs og hamingju fá?
Hlustið og hlýðið Guð á.
-
2. Mun húsið brotna’ undan vatni og bylgjum
ef það er bjargföstum kletti byggt á?
Nei, ef við leiðsögn Krists lútum og fylgjum
á bjargi líf okkar byggjum við þá.
(VIÐLAG)
Hlustið og hlýðið Guð á,
heyrið hann vilja sinn tjá.
Viljið þið hvíld Guðs og hamingju fá?
Hlustið og hlýðið Guð á.
-
3. Rétt eins og tréð sem að teygir djúpt rætur,
með tíð og tíma það ávöxt sinn ber.
Guðs blessun sjáum sem synir og dætur
og lífið sanna á jörðinni hér.
(VIÐLAG)
Hlustið og hlýðið Guð á,
heyrið hann vilja sinn tjá.
Viljið þið hvíld Guðs og hamingju fá?
Hlustið og hlýðið Guð á.
(Sjá einnig 5. Mós. 28:2; Sálm 1:3; Orðskv. 10:22; Matt. 7:24-27; Lúk. 6:47-49.)